Úrslit í flokksvali Samfylkingarinnar

Flokksvali Samfylkingarinnar fyrir Reykjavík, Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi lauk í dag. Glæsilegur hópur frambjóðenda tók slaginn og stóð sig afburðavel. Áberandi þykir hversu góðum árangri margir nýjir og ungir frambjóðendur náðu.

Nú er forystusveit Samfylkingarinnar orðin ljós í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi – í henni eru nýjir og efnilegir einstaklingar í bland við okkar reynslumesta fólk. Nú tekur við snörp og skemmtileg barátta og ég hlakka til hennar,” sagði Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um úrslitin.

Úrslitin úr flokksvalinu eru eftirfarandi:

Reykjavík

  1. Össur Skarphéðinsson
  2. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
  3. Eva Baldursdóttir
  4. Helgi Hjörvar
  5. Valgerður Bjarnadóttir
  6. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
  7. Auður Alfa Ólafsdóttir
  8. Steinunn Ýr Einarsdóttir

Suðvestur (eftir uppröðun samkvæmt reglum flokksvalsins um jafnræði kynjanna og aldurskiptingu):

  1. Árni Páll Árnason
  2. Margrét Gauja Magnúsdóttir
  3. Sema Erla Serdar
  4. Guðmundur Ari Sigurjónsson

Norðvestur

  1. Guðjón S. Brjánsson
  2. Inga Björk Bjarnadóttir

Hægt er að nálgast allar tölur hér.