Úrslit í flokksvali Samfylkingarinnar
Flokksvali Samfylkingarinnar fyrir Reykjavík, Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi lauk í dag. Glæsilegur hópur frambjóðenda tók slaginn og stóð sig afburðavel. Áberandi þykir hversu góðum árangri margir nýjir og ungir frambjóðendur náðu.
„Nú er forystusveit Samfylkingarinnar orðin ljós í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi – í henni eru nýjir og efnilegir einstaklingar í bland við okkar reynslumesta fólk. Nú tekur við snörp og skemmtileg barátta og ég hlakka til hennar,” sagði Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um úrslitin.
Úrslitin úr flokksvalinu eru eftirfarandi:
Reykjavík
- Össur Skarphéðinsson
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
- Eva Baldursdóttir
- Helgi Hjörvar
- Valgerður Bjarnadóttir
- Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
- Auður Alfa Ólafsdóttir
- Steinunn Ýr Einarsdóttir
Suðvestur (eftir uppröðun samkvæmt reglum flokksvalsins um jafnræði kynjanna og aldurskiptingu):
- Árni Páll Árnason
- Margrét Gauja Magnúsdóttir
- Sema Erla Serdar
- Guðmundur Ari Sigurjónsson
Norðvestur
- Guðjón S. Brjánsson
- Inga Björk Bjarnadóttir
Hægt er að nálgast allar tölur hér.