Málefnastarf: Velferðarmál II

- Velferðarmál - Málefni fjölskyldna og málefni íbúa af erlendum uppruna.
Málefnastarf Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 16. maí er í fullum gangi. Á næstu vikum verða fundir í málefnahópum þar sem unnið verður áfram að móta stefnu og áherslur Samfylkingarinnar hér í Kópavogi. Allir fundirnir verða haldnir í húsnæði Samfylkingarinnar að Hlíðasmára 9.
Sjá næstu fundi:
- 29. október kl. 20:00 Velferðarmál - Málefni fjölskyldna og málefni íbúa af erlendum uppruna.
- 4. nóvember kl. 18:30 Umhverfis- og skipulagsmál - Útivist og opin svæði (Kópavogsdalur, Fossvogsdalur, Kárnes o.fl.)
- Frummælandi er Tryggvi Felixson, hagfræðingur og fyrrv. formaður Landverndar og Kópavogsbúi.
- 12. nóvember kl. 20:00 Menntamál - Leikskólamál.
- 18. nóvember kl. 18:30 Umhverfis- og skipulagsmál - Efri byggðir Kópavogs. Frummælandi: Bjarki Valberg, arkitekt hjá COWI Íslandi. Fyrrum starfsmaður Kópavogsbæjar og Kópavogsbúi.
- 26. nóvember kl. 20:00 Menntamál - Málefni grunnskóla.
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum og taka með sér gesti ef þeir vilja.
Kveðja
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi.