Opinn fundur um stöðu kynjajafnréttis á Íslandi

Í tilefni Kvennaársins boða Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar og Kvennahreyfing Samfylkingarinnar til opins fundar um kynjajafnrétti.
Hvenær: Þriðjudagur 28. október kl. 17:00-19:00
Hvar: Húsakynni BSRB, Grettisgötu 89 (bílastæði aftan við hús)
Á fundinum ræða hagfræðingarnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (BSRB) og Steinunn Bragadóttir (ASÍ) kynjaða tölfræði sem þær hafa tekið saman og skrifað greinar um – tölfræði sem varpar skýru ljósi á kynjamun og misrétti í íslensku samfélagi í dag.
Þær fjalla meðal annars um:
Menntun og vinnumarkað
Atvinnuþátttöku og laun
Kynbundin áhrif barneigna á atvinnu og tekjur
Í erindum sínum draga þær saman helstu niðurstöður, sýna rauða þráðinn í tölfræðinni og útskýra hvað gögnin segja okkur um stöðu kynjajafnréttis árið 2025.
Að loknum framsögum verða umræður þar sem kjörnir fulltrúar Samfylkingarinnar, Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður, ríða á vaðið í umræðunni.
Fundarstjóri: Magnea Marinósdóttir, stjórnmálafræðingur.
Heitt á könnunni og öll hjartanlega velkomin!