Fundur fulltrúaráðs Reykjavíkur

Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík boðar til fundar þar sem stjórnin leggur fram tillögu um aðferð við val á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Tillagan verður lögð fyrir fulltrúaráðið til umræðu og atkvæðagreiðslu.
Fundurinn verður haldinn í sal Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.
Dagskrá:
- Tillaga um aðferð við val á framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna 16. maí 2026.
- Tillaga stjórnar FSR um 5 manna kjörstjórn (verður send út eftir 12. nóvember).
- Tillaga stjórnar FSR um 5 manna uppstillingarnefnd (verður send út eftir 12. nóvember).
- Önnur mál.