Flokksval í Reykjavík

Um er að ræða bindandi flokksval fyrir efstu sex sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, með svokölluðum paralista, þar sem jafnræði kynja er tryggt í hverjum tveimur sætum. Kosningin fer fram rafrænt þann 24. janúar 2026.
Kosningarétt hafa allir flokksfélagar Samfylkingarinnar sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri.