Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík
Flokksval í Reykjavík fer fram 24. janúar 2026
Upplýsingar fyrir frambjóðendur til flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík
Framboðsfrestur er til kl. 12:00 mánudaginn 3. janúar 2026.
Hægt er að tilkynna fyrirhugað framboð til kjörstjórnar FSR á netfangið [email protected]. Í kjölfar tilkynningar fá frambjóðendur nánari leiðbeiningar og upplýsingar um þau gögn sem þarf að skila. Tekið verður við framboðum rafrænt eða í frumriti. Fyrir þau sem vilja skila inn frumriti verður kjörstjórn með móttöku á Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík milli kl. 10:00 og 12:00 þann 3. janúar 2026.
Frambjóðendur þurfa að skila inn:
Um er að ræða bindandi flokksval fyrir efstu sex sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, með svokölluðum paralista, þar sem jafnræði kynja er tryggt í hverjum tveimur sætum. Kosningin fer fram rafrænt þann 24. janúar 2026.
Kjörgengir eru allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni sem uppfylla landslög og hafa stuðningsyfirlýsingu 20-30 félagsmanna í Reykjavík.
Kosningarétt hafa allir flokksfélagar Samfylkingarinnar sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri.
Með því að skila inn útprentaðri framboðsyfirlýsingu ásamt fylgigögnum til kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir klukkan 12:00 laugardaginn 3. janúar 2026.
Þú þarft að skila eftirfarandi gögnum:
- Framboðsyfirlýsingu
- Tengiliðaupplýsingum um þig og umboðsmann þinn, ef svo ber undir.
- Stuðningsyfirlýsing 20 til 30 meðmælenda.
- Það þarf að skila inn öllum gögnum og framboðsyfirlýsingu útprentuðum og undirrituðum í frumriti til kjörstjórnar. Einnig er hægt að skila gögnunum skönnuðum inn eða vel mynduðum á [email protected].
- Kjörstjórn verður á skrifstofu Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1 milli kl. 10 og 12 laugardaginn 3. janúar til að taka á móti framboðum og í kjölfarið úrskurða um gildi framboð. Kjörstjórn áskilur sér rétt til að hafa samband við frambjóðendur til að sannreyna rafrænar framboðsyfirlýsingar.
- Hægt er að skila inn framboði í fyrir þann tíma í samráði við kjörstjórn.
Stuðningsyfirlýsingum meðmælenda er safnað skriflega á eyðublað sem kjörstjórn hefur útbúið og nálgast má hér.
Eftirfarandi þarf að koma fram í stuðningsyfirlýsingunni:
- Að sendandi styði frambjóðandann til framboðs í flokksvali Samfylkingarinnar
- Nafn
- Kennitala
- Lögheimili
- Símanúmer
- Netfang
- Samþykki fyrir því að kjörstjórn megi hafa samband við viðkomandi til að sannreyna stuðninginn.
Kjörstjórn tekur ekki við stuðningsyfirlýsingum beint frá meðmælandaþ
Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni sem eiga lögheimili í Reykjavík.
Já, það má vera meðmælandi með fleira en einu framboði. Það er ekkert hámark á því hversu mörg framboð einn félagsmaður má styðja með meðmæli sínu.
- Kosningarétt í flokksvali hafa eingöngu félagsmenn í Samfylkingunni með lögheimili í Reykjavík, sem náð hafa 16 ára aldri á valdegi og hafa skráð sig í viðeigandi flokksfélag fyrir lokun kjörskrár. Kjörskrá skal lokað sólarhring áður en kosning hefst.
- Skráðir stuðningsmenn hafa ekki kosningarétt.
- Þegar framboðsfresti lýkur mun kjörstjórn fara yfir öll framboð og úrskurða þau annaðhvort gild eða ógild.
- Ef einhverjir ágallar eru á framboði sem gætu leitt til ógildingar mun kjörstjórn hafa samband við frambjóðanda eða umboðsmann eins fljótt og auðið er til að gefa frambjóðanda færi á að leiðrétta framboð sitt.
- Kjörstjórn mun veita frambjóðanda frest til þess að skila inn leiðréttum gögnum og verður sá frestur stuttur en sanngjarn, en þó aldrei lengri en 18 klukkustundir.
- Þegar kjörstjórn hefur farið í gegnum öll framboðin og úrskurðað um gildi þeirra mun kjörstjórn hafa samband við alla frambjóðendur símleiðis til að staðfesta framboðið og jafnframt birta lista frambjóðenda á vefsvæði Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands
Í kjörstjórn eru Þórhallur Valur Benónýsson, formaður, Katrín Theódórsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Magnús Már Guðmundsson og Nichole Leigh Mosty.
Netfang kjörstjórnar: [email protected]