Auglýsingar og persónuvernd
Fela auglýsingar frá Samfylkingunni
Samfylkingin nýtir vef- og samfélagsmiðla, líkt og aðra miðla, til þess að auglýsa og koma skilaboðum á framfæri við félaga og almenning.
Hægt er að fela þær auglýsingar sem Samfylkingin birtir á vef- og samfélagsmiðlum, rétt eins og hægt er að bannmerkja sig hjá Þjóðskrá. Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig er hægt að fela auglýsingar á ýmsum vefmiðlum. Jafnframt getur þú haft samband við skrifstofu flokksins og fengið aðstoð til að koma í veg fyrir að auglýsingar frá Samfylkingunni birtist þér.
Youtube
Velur Info > Stop seeing this ad
Á Google í síma eða tölvu velur þú Info > Why this ad. Turn off Show ads from Samfylkingin
Gmail
Á Gmail, veldu Info > Control ads like this > Block this advertiser
Á Facebook velur þú ,,Hide ad“ við auglýsingu frá Samfylkingunni. Í kjölfarið getur þú valið að fela allar auglýsingar frá Samfylkingunni með því að velja ,,Hide all ads from Samfylkingin".
Á Instagram ýtir þú á punktana þrjá í horni auglýsingar frá Samfylkingunni. Þar getur þú valið að fela þá auglýsingu með því að velja ,,Hide ad“. Eins getur þú útilokað Samfylkinguna frá þínum reikningi með því að fara á Instagram-síðu Samfylkingarinnar, ýtt á punktana þrjá í hægra horninu uppi og valið þar Block.
Auglýsingar og persónuvernd
Samfylkingin birtir auglýsingar á samfélagsmiðlum og í gegnum auglýsingamiðlara til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri til þeirra sem flokkurinn telur gagn hafa að. Er það gert með því að óska eftir því að þessir aðilar birti auglýsingarnar þeim notendum sínum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Samfylkingin fær aldrei neinar persónuupplýsingar til sín um notendur. Breyturnar sem unnið er með eru aldur, kyn og búseta.
Persónuverndarfulltrúi
Persónuverndarfulltrúi flokksins svarar öllum spurningum sem kunna að vakna varðandi persónuvernd gegnum netfangið [email protected].
Hér má finna persónuverndarstefnu Samfylkingarinnar í heild sinni.