Samfylkingin

Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir

 • Hvað fengir þú í barnabætur?
  650 þúsund krónur er upphæðin sem meðalfjölskylda á Íslandi fengi út úr barnabótakerfi Samfylkingarinnar á ári. Markmiðið er að stórauka stuðning við barnafjölskyldur og tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri óháð efnahag. Reiknaðu út hvað þú gætir verið að fá í barnabætur hér...
 • Fjölskyldur í forgang
  Samfylkingin vill endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur, ráðast í kerfisbreytingar á húsnæðismarkaði og bæta kjör eldra fólks og öryrkja, sem hafa dregist langt aftur úr öðrum hópum á undanförnum árum. Lestu meira....
 • Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum
  Við ætlum að hefja kraftmikla sókn í loftslagsmálum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Málið er svo mikilvægt. Og þetta er hægt, þetta er raunhæft og þetta er aðkallandi – en til þess að hrinda þessu í framkvæmd þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins. Lestu meira...
 • Sterkara samfélag
  Samfylkingin vill byggja upp fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu, menntakerfi sem tryggir öllum jöfn tækifæri og móta nýja atvinnustefnu um hugvit, nýsköpun og sjálfbær umskipti. Við viljum vaxa út úr Covid-kreppunni og höfnum alfarið áformum ríkisstjórnarinnar um 100 milljarða niðurskurð á næstu árum. Við viljum beita almennri skynsemi í skattastefnu og auðlindamálum, vinna að nýrri stjórnarskrá og færa aukin völd beint til almennings. Lestu meira...
 • Frjálst og framsækið Ísland
  Allt starf Samfylkingarinnar byggist á jafnaðarstefnunni þar sem mannréttindi eru grundvallarmál og fjölbreytni mannlífsins fagnað. Samfylkingin er framsækin hreyfing sem vill meiri alþjóðasamvinnu, að Ísland sé opið fyrir nýjum straumum og hafi sterka rödd í samfélagi þjóða, taki vel á móti þeim sem hingað leita og tryggi fólki jöfn tækifæri til að blómstra. Lestu meira...
 • 13 aðgerðir í þágu hinsegin fólks
  Jafnréttisbaráttu hinsegin fólks hefur miðað vel áfram á Íslandi, en það er samt sem áður langt í land. Lestu um þau 13 áhersluatriði sem Samfylkingin ætlar að vinna að.

Við eigum að taka forystu í loftslagsmálum! Samfylkingin boðar 50 alvöru aðgerðir og óskar eftir umboði kjósenda til að hrinda þeim í framkvæmd.

Skoðaðu aðgerðirnar 50

Fréttir Samfylkingar­innar

Helga Vala fréttabanner

Samfylkingin fyrir fjölskyldurnar í landinu

Í dag göngum við til Alþingiskosninga um allt land. Flokkarnir hafa kynnt stefnumál sín undanfarnar vikur, hitt og hringt í kjósendur og drukkið ógrynni bolla af kaffi.

Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum

Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt.

Guðmundur Andri fréttabanner,

Þetta er hægt

Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkana sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum.

Sögulegt tækifæri

Samfylkingin er í sókn um allt land og meðbyrinn áþreifanlegur.

Tækifæri til að breyta

Markaðshagkerfið er ekkert annað en rammi sem við höfum komið okkar saman um. Allar niðurstöður á markaði eru pólitískar enda hafa stjórnmálin mikil áhrif á leikreglurnar sem við spilum eftir.

Betri heilbrigðisþjónustu

Það ástand sem ríkt hefur í þjóðfélaginu síðustu misserin í kjölfar heimsfaraldurs hefur sýnt fram á mikilvægi heilbrigðiskerfisins í landinu og að allir hafi jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar, fjölskyldumaður og arkitekt

Sjá nánar