Samfylkingin

Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir

 • Hvað færð þú í barnabætur?
  650 þúsund krónur er upphæðin sem meðalfjölskylda á Íslandi fengi út úr barnabótakerfi Samfylkingarinnar á ári. Markmiðið er að stórauka stuðning við barnafjölskyldur og tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri óháð efnahag. Reiknaðu út þínar barnabætur hér...
 • Fjölskyldur í forgang
  Samfylkingin vill endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur, ráðast í kerfisbreytingar á húsnæðismarkaði og bæta kjör eldra fólks og öryrkja, sem hafa dregist langt aftur úr öðrum hópum á undanförnum árum. Lestu meira....
 • Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum
  Við ætlum að hefja kraftmikla sókn í loftslagsmálum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Málið er svo mikilvægt. Og þetta er hægt, þetta er raunhæft og þetta er aðkallandi – en til þess að hrinda þessu í framkvæmd þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins. Lestu meira...
 • Sterkara samfélag
  Samfylkingin vill byggja upp fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu, menntakerfi sem tryggir öllum jöfn tækifæri og móta nýja atvinnustefnu um hugvit, nýsköpun og sjálfbær umskipti. Við viljum vaxa út úr Covid-kreppunni og höfnum alfarið áformum ríkisstjórnarinnar um 100 milljarða niðurskurð á næstu árum. Við viljum beita almennri skynsemi í skattastefnu og auðlindamálum, vinna að nýrri stjórnarskrá og færa aukin völd beint til almennings. Lestu meira...
 • Frjálst og framsækið Ísland
  Allt starf Samfylkingarinnar byggist á jafnaðarstefnunni þar sem mannréttindi eru grundvallarmál og fjölbreytni mannlífsins fagnað. Samfylkingin er framsækin hreyfing sem vill meiri alþjóðasamvinnu, að Ísland sé opið fyrir nýjum straumum og hafi sterka rödd í samfélagi þjóða, taki vel á móti þeim sem hingað leita og tryggi fólki jöfn tækifæri til að blómstra. Lestu meira...
 • 13 aðgerðir í þágu hinsegin fólks
  Jafnréttisbaráttu hinsegin fólks hefur miðað vel áfram á Íslandi, en það er samt sem áður langt í land. Lestu um þau 13 áhersluatriði sem Samfylkingin ætlar að vinna að.

Við eigum að taka forystu í loftslagsmálum! Samfylkingin boðar 50 alvöru aðgerðir og óskar eftir umboði kjósenda til að hrinda þeim í framkvæmd.

Skoðaðu aðgerðirnar 50

Fréttir Samfylkingar­innar

Lækkum skatt­byrði barna­fólks, hækkum skatta á ríkasta 1 prósentið

Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum.

Oddný frétta banner

Fjár­sveltar rann­sóknir á efna­hags­brotum

Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum.

Helga Vala fréttabanner

Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu

Það er ekki hægt að setja bara stanslaust meira fé í heilbrigðiskerfið segja ráðherrar. Það er alveg rétt enda ætlum við ekki bara að setja meira fé heldur gera ýmislegt annað til að hjúkra lösnu heilbrigðiskerfi. En við verðum líka að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið, því að við erum algjörir eftirbátar nágrannaríkja í fjármögnun þessarar grunnstoðar samfélagsins.

Geðheilbrigði í forgang

Sérnámslæknar í geðlækningum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að geðsvið verður ekki hluti af nýjum Landspítala, þrátt fyrir að húsnæðisvandi þess sé mikill og sum húsanna orðin aldargömul eins og lýst hefur verið í fréttum.

Sam­fylkingin í sókn

Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn.

Betra líf fyrir fjölbreyttar fjölskyldur

Alþingiskosningar nálgast. Nú hefur þú, kjósandi góður, tækifæri til að kjósa með breytingum til betra lífs fyrir allar fjölskyldur á Íslandi. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðarþjónustu á Íslandi til þess að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar, fjölskyldumaður og arkitekt

Sjá nánar