Saman náum við árangri

Jöfnum lífskjör og tryggjum öllum jöfn tækifæri
Jöfnuður og góð velferðarþjónusta fyrir alla er grunnurinn að réttlátu samfélagi sem skapar öryggi og efnahagslegan stöðugleika. Með því að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagsþjónustu, óháð efnahag og búsetu, dregur það úr áhrifum stéttaskiptingar og veitir fleirum tækifæri til fullrar þátttöku í samfélaginu.

Tökum umhverfismálin alvarlega
Loftslagsváin er mesta ógnin sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Loftslagsbreytingar eru ekki aðeins umhverfismál, heldur snerta allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Grípa þarf til alvöru aðgerða, skapa um þær samstöðu meðal þjóðarinnar og veita þeim sterka pólitíska forystu.

Lykill að farsæld þjóðar felst í nánum samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst innan Evrópu
Við viljum nána og góða samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki og virka þátttöku Íslendinga innan alþjóðasamfélagsins

Öflug velferðarþjónusta er forsenda góðs samfélags og verðmætasköpunar því án heilbrigðs fólks og samfélags starfa engin fyrirtæki.Sjá nánar

Efnahagslíf sem virkar
Grunnur góðs efnahags og lífskjara almennings í velferðarríkinu hvílir á arðsömu atvinnulífi, skilvirku mennta- og velferðarkerfi og verðmætasköpun sem byggir á hugviti og hagnýtingu landsins gæða í þágu alls almennings.

Gróskumikið menningarlíf þroskar einstaklinginn og styrkir samfélagið.
Á Íslandi búum við að fjölskrúðugu menningarlífi og njótum sköpunarkrafts metnaðarfullra listamanna sem miðla listsköpun sinni um land allt og út um allan heim. Við erum stolt af því að eiga fjölda fulltrúa á sviði menningar og lista sem eru í fremstu röð á heimsvísu.

Fjölbreytt og blómlegt menntakerfi fyrir alla sem vilja
Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg og fjárhagsleg staða nemenda hafi ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar.

Við viljum samfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar.
Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna og öllum tryggð mannhelgi, persónufrelsi og vernd gegn ofbeldi og öðrum mannréttindabrotum. Samfylkingin gefur aldrei afslátt af þessum grundvallarkröfum siðaðs samfélags.