Saman náum við árangri
Málefnastarfið – vertu með!
Málefnastarf Samfylkingarinnar miðar að því að bæta íslenskt samfélag. Í málefnanefndum Samfylkingarinnar er stefna flokksins mótuð milli landsfunda.
Sjá nánarEfnahagslíf sem virkar
Grunnur góðs efnahags og lífskjara almennings í velferðarríkinu hvílir á arðsömu atvinnulífi, skilvirku mennta- og velferðarkerfi og verðmætasköpun sem byggir á hugviti og hagnýtingu landsins gæða í þágu alls almennings.
Samgöngumál eru byggðamál
Við vinnum að sameiginlegum hagsmunum og auknum samhljómi meðal landsmanna á grundvelli jafnvægis og gagnkvæmrar virðingar.
Sterk almenn velferðarþjónusta
Jöfnuður og góð velferðarþjónusta fyrir alla er grunnurinn að réttlátu samfélagi sem skapar öryggi og efnahagslegan stöðugleika.
Tökum umhverfismálin alvarlega
Loftslagsváin er mesta ógnin sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Grípa þarf til alvöru aðgerða, skapa um þær samstöðu meðal þjóðarinnar og veita þeim sterka pólitíska forystu.
Stjórnarfar og mannréttindi
Við viljum samfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar.
Menntakerfi sem tryggir öllum tækifæri
Með námi við hæfi opnast dyr sem áður voru lokaðar. Samfylkingin beitir sér fyrir jöfnum tækifærum allra til náms. Menntastofnanir eiga að vera aðgengilegar, vettvangur þar sem enginn hópur er skilinn eftir
Menningarlíf og skapandi greinar
Gróskumikið menningarlíf þroskar einstaklinginn og styrkir samfélagið. Á Íslandi búum við að fjölskrúðugu menningarlífi og njótum sköpunarkrafts metnaðarfullra listamanna sem miðla listsköpun sinni um land allt og út um allan heim. Við erum stolt af því að eiga fjölda fulltrúa á sviði menningar og lista sem eru í fremstu röð á heimsvísu.
Ísland í samfélagi þjóðanna
Lykill að farsæld þjóðar felst í nánum samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst innan Evrópu. Við viljum nána og góða samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki og virka þátttöku Íslendinga innan alþjóðasamfélagsins