Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík
Flokksval í Reykjavík fer fram 24. janúar 2026
Upplýsingar fyrir kjósendur í flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík
Flokksval í Reykjavík fer fram 24. janúar 2026
Um er að ræða bindandi flokksval fyrir efstu sex sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, með svokölluðum paralista, þar sem jafnræði kynja er tryggt í hverjum tveimur sætum. Kosningin fer fram rafrænt þann 24. janúar 2026.
Kosningarétt hafa allir flokksfélagar (ekki stuðningsmenn) Samfylkingarinnar sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri.
Flokksvalið fer fram rafrænt frá kl. 24:00 - 18:00 laugardaginn 24. janúar. Slóð á kjörseðil verður birtur hér á síðu flokksins og sendur út í tölvupósti á kjörskránna.
Til þess að tryggja aðgengi að kosningunum verður kosningaaðstoð á Hallveigarstíg 1 á kjördegi frá kl. 10:00 sem og í síma skrifstofu flokksins, 414 2200. Boðið verður upp á lausn fyrir fólk sem ekki hefur rafræn skilríki til þess að kjósa í persónu í gegnum rafræna kosningakerfið.
- Kosningarétt í flokksvali hafa eingöngu félagsmenn í Samfylkingunni með lögheimili í Reykjavík, sem náð hafa 16 ára aldri á valdegi og hafa skráð sig í viðeigandi flokksfélag fyrir lokun kjörskrár, 22. janúar kl. 23:59. Kjörskrá skal lokað sólarhring áður en kosning hefst.
- Skráðir stuðningsmenn hafa ekki kosningarétt.
- Kosningin fer fram rafrænt á xs.is. Kjósandi skráir sig inn í kosningakerfið með rafrænum skilríkjum. Kjósandi fyllir út kjörseðilinn með því að raða frambjóðendum í 1. til 6. sæti. Kjósandi skal að lágmarki raða í fyrstu fjögur sætin til að atkvæðið sé gilt.
- Til að skila auðum seðli hakar kjósandi í reitinn „Skila auðu“.
- Kjósandi getur breytt atkvæði sínu allt þar til kosningu lýkur. Þá gildir síðast greidda atkvæðið.
- Eigi kjósandi í vandræðum með kosningakerfið er hægt að hafa samband við kjörstjórn með tölvupósti [email protected] eða í síma 414-2200.
- Til þess að tryggja aðgengi að kosningunum verður kosningaaðstoð á Hallveigarstíg á kjördegi frá kl. 10:00 sem og í síma skrifstofu flokksins. Boðið verður upp á lausn fyrir fólk sem ekki hefur rafræn skilríki til þess að kjósa í persónu í gegnum rafræna kosningakerfið.
- Námsmenn á Norðurlöndum, sem áður áttu lögheimili í Reykjavík, geta kosið í flokksvalinu. Sama gildir um maka, sambúðarmaka og börn þeirra, sem dveljast með þeim í viðkomandi landi.
- Þau sem óska eftir að vera bætt á kjörskrá, samkvæmt þessari heimild, geta sent inn beiðni þess efnis.
- Með beiðni skal fylgja staðfesting á skólavist og lögheimilsvottorð frá Þjóðskrá, hægt er að smella hér og opnsa umsóknina.
- Kjörstjórn tekur við beiðnum af þessu tagi allt til 22. janúar kl. 23:59. Beiðni ásamt staðfestingu á skólavist, skal send með tölvupósti [email protected].
- Beiðni um að vera bætt á kjörskrá jafngildir ekki skráningu sem félagi í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands. Þannig verða aðeins þau tekin á kjörskrá sem voru rétt skráð í flokkinn fyrir skráningarfrest, fimmtudaginn 22. janúar kl. 23:59.
- Þá felur beiðni um að vera bætt á kjörskrá í flokksvalinu ekki í sér að viðkomandi eigi þá sjálfkrafa kosningarétt í borgarstjórnarkosningunum sjálfum. Þjóðskrá Íslands afgreiðir slíkar umsóknir og skulu þær hafa borist eigi síðar en 40 dögum fyrir kjördag. Sjá hér: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/kjorskra/namsmenn-a-nordurlondum/
Kosningaréttur í flokksvalinu er óháður ríkisfangi.
Þau sem uppfylla skilyrðin um að vera félagi í Samfylkingunni – jafnaðarflokki Íslands og hafa lögheimili í Reykjavík og eru orðin 16 ára eiga kosningarétt í forvalinu, óháð ríkisfangi.
Í kjörstjórn eru Þórhallur Valur Benónýsson, formaður, Katrín Theódórsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Magnús Már Guðmundsson og Nichole Leigh Mosty.
Netfang kjörstjórnar: [email protected]