Dagskrá landsfundar 2016

Dagskrá landsfundar á Grand Hótel er spennandi í ár. Á honum verður stillt upp nýrri forystu Samfylkingarinnar og allir landsfundarfulltrúar munu taka þátt í að móta stefnu flokksins fram að kosningum með umræðum með þjóðfundarfyrirkomulagi.
Yfirskriftin er Eitt samfélag fyrir alla, sem undirstrikar að enginn skuli verða útundan í samfélaginu og enginn eigi að komast undan því að taka þátt í samfélaginu, með því að koma fjármunum sínum í skjól.
Við fáum flotta erlenda gesti til að ræða við okkur um hvernig styrkja megi stöðu ungu kynslóðarinnar og hvernig við eigum að vinna kosningar.
Dagskrá landsfundar (með fyrirvara um breytingar)
Föstudagur 3. júní
13.00 Landsfundur hefst
– kosning starfsmanna
– lagabreytingar (2 umræður)
– skýrsla stjórnar og reikningar
– kynning ályktana
15.00 Ísland – land þar sem er gott að eldast
Málstofa 60+ og hugmyndasmiðjunnar um líf og störf eldra fólks
16.00 Hugmyndasmiðjur Samfylkingarinnar eiga sviðið
– Betra fjármálakerfi fyrir fólk
– Sköpum framtíð fyrir ungt fólk á Íslandi
– Heilbrigði og opinber þjónusta í litlu landi
– Sköpum ný og spennandi störf
– Baráttan fyrir mannréttindum
– Meira lýðræði, aukið gagnsæi
– Umhverfismál og sjálfbær þróun
17.00 Setningarathöfn
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar setur formlega landsfund. Thomas Pitfield einn af aðalráðgjöfunum í kosningabaráttu Justin Trudeau ávarpar gesti.
18.00 Úrslit úr formannskjöri tilkynnt
Í ljós kemur hver fer með sigur í formannskjöri Samfylkingarinnar. Nýr formaður er valinn af öllum flokksmönnum og rafræn kosning fer fram dagana 28. maí til 3. júní.
19.00 Eitt samfélag fyrir alla
Stefna Samfylkingarinnar – málin okkar – verður í fyrsta sinn mótuð af öllum landsfundarfulltrúum með þjóðfundarfyrirkomulagi. Starfið stendur yfir í þrjár klukkustundir og fjallað verður um heilbrigðismál og opinbera þjónustu, stjórnarskrá og fjármálakerfi, og lífskjör og jöfnuð. Sjá meira hér.
19.30 Framboðsfrestur til embættis varaformanns rennur út
20.00 Kynning á frambjóðendum til embætta varaformanns
22.00 Úrslit úr varaformannskjöri tilkynnt og landsfundargleði
23.00 Framboðsfrestur til embætta ritara, gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar rennur út
Laugardagur 4. júní
09.00 Fundi fram haldið
09.10 Kynning á frambjóðendum til embætta ritara, gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar
09.30 Íslensk framtíð fyrir ungt fólk
Kate Lyons er blaðakona á dagblaðinu Guardian og stýrði „Millennials“ umfjöllun blaðsins um stöðu ungu kynslóðarinnar. Hún kynnir umfjöllun blaðsins og ræðir við unga Íslendinga.
10.30 Leyndardómar kosningabaráttu
Nýjustu baráttuaðferðirnar í kosningum verða ræddar með Sasha Issenberg og Christian Scharf. Sasha er höfundur bókarinnar The Victory Lab og Christian er kosningasérfræðingur sænskra jafnaðarmanna.
11.00 Framboðsfrestur til framkvæmdastjórnar og verkalýðsmálaráðs rennur út
12.00 Kynning á frambjóðendum í framkvæmdastjórn og verkalýðsmálaráð
12.15 Hádegisfundur (auglýst síðar)
13.00 Afgreiðsla ályktana, umræður í sal
16.00 Stefnuræða nýs formanns
17.00 Landsfundarslit