Spennandi fundir með gestum landsfundar

 

Á landsfundinum um helgina verða mjög spennandi málstofur sem ættu að verða okkur öllum til innblásturs og upplyftingar. Við fáum flotta erlenda gesti til að ræða við okkar fólk.

Málstofurnar eru burðarefnið í dagskrá laugardagsmorgunsins um leið og kosningar fara fram í embætti ritara, gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar.

 

Ísland – land þar sem er gott að eldast
Föstudagur kl 15.00
Ellert B. Schram og Erna Indriðadóttir stýra sérstakri málstofu á vegum 60+ og hugmyndasmiðju um líf og kjör eldra fólks. Þar verða kynntar hugmyndir um landið þar sem gott er að eldast.

 

Íslensk framtíð fyrir ungt fólk
Laugardagur kl 9.30
Kate Lyons er blaðakona á dagblaðinu Guardian og stýrði „Millennials“ umfjöllun blaðsins um stöðu kynslóðarinnar sem hefur nú störf á vinnumarkaðnum, stofnar fjölskyldur og leitar að öruggu húsnæði. Hún kynnir umfjöllun blaðsins og ræðir stöðu ungs fólks með þeim Önnu Pálu Sverrisdóttur, Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Pétri Ólafssyni.

 

Leyndardómar kosningabaráttu
Laugardagur kl 10.30
Nýju stjórnmálin og helstu baráttuaðferðir í kosningum verða ræddar með þeim Sasha Issenberg, Thomas Pitfield og Christian Scharf. Sasha er höfundur bókarinnar The Victory Lab. Christian er kosningasérfræðingur sænskra jafnaðarmanna og Tom Pitfield var einn þeirra tryggði Liberal flokknum árangur í Kanada með Justin Trudeau.

 

Orðum fylgir ábyrgð
Hádegisfundur Kvennahreyfingarinnar um hatursorðræðu á netinu
Laugardagur kl 12.15
Hatursorðræða á netinu veldur sífellt meiri vandræðum. Á hádegisfundi Kvennahreyfingarinnar segir María S. Jóhönnudóttir frá greiningu sinni á haturorðræðu gegn útlendingum á Íslandi og Kate Lyons lýsir því þegar dagblaðið Guardian lét greina 7 milljónir kommenta á heimasíðu sinni. Sema Erla Serdar tekur þátt í umræðum og segir frá eigin reynslu.