Ný framkvæmdastjórn tekin til starfa

Ný framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar sem kjörin var á landsfundi flokksins dagana 3. og 4. júní á Grand Hótel hefur tekið til starfa.

Alls sóttust 22 eftir kjöri en 6 aðalfulltrúar voru kjörnir og 6 til vara. Alls greiddu 202 atkvæði í kosningunni og ekki þurfti að beita reglum um kynjakvóta.

Aðalmenn eru:
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 153 atkvæði.
Henny Gunnarsdóttir Hinz, 148 atkvæði.
Sigurður Kaiser, 128 atkvæði.
Inga Björk Bjarnadóttir, 114 atkvæði.
Árni Rúnar Þorvaldsson, 109 atkvæði.
Margrét Lind Ólafsdóttir, 103 atkvæði.

Varamenn eru:
Pétur Hrafn Sigurðsson, 92 atkvæði.
Steinunn Ýr Einarsdóttir, 90 atkvæði.
Kjartan Valgarðsson, 85 atkvæði.
Natan Kolbeinsson, 80 atkvæði.
Auður Alfa Ólafsdóttir, 78 atkvæði.
Sigrún Ríkharðsdóttir, 72 atkvæði.

Auk fulltrúanna sex eiga sæti í framkvæmdastjórn með málfrelsi og tillögurétti, formenn Ungra jafnaðarmanna, Kvennahreyfingarinnar, Landssamtakanna 60+ og verkalýðsmálaráðs.

Við óskum nýrri framkvæmdastjórn til hamingju með kjörið og hlökkum til samstarfsins.