Oddný heimsækir félaga í baráttunni
Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur á síðustu misserum heimsótt félaga okkar í baráttunni fyrir betra samfélagi hjá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Öryrkjabandalagi Íslands og Landssambandi eldri borgara.
Þá hafa heilbrigðismálin verið í forgangi hjá Samfylkingunni vegna óviðunandi ástands í heilbrigðiskerfinu og fundaði Oddný bæði með Birgi Jakobssyni, landlækni og Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, til að fræðast um stöðu mála.
Við höldum ferðalaginu áfram í sumar og hlökkum til að berjast fyrir betra samfélagi á þinginu í haust!