Akureyri heimsótt

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Logi Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar, lögðu land undir fót og heimsóttu stofnanir og félög á Akureyri nýverið. 

Oddný og Logi heimsóttu Verkalýðsfélagið Einingu-Iðju sem er stærsta stéttarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins. Þar tóku á móti þeim þau Björn og Anna. Þau hafa áhyggjur af því að eftirlit ríkisskattsstjóra með ferðaþjónustufyrirtækjum sé ekki fjármagnað en þar þurfi nauðsynlega meira aðhald. Verkalýðsfélögin fylgjast með starfsfólki og kjörum þeirra og verða allt of oft orðið vör við að starfsfólk, bæði innlent og erlent, sé hlunnfarið. Þau vilja vinna þvert á flokka að verlferðamálum sem skipta máli fyrir kjör félagsmanna.

Þau hittu Sigríði Huld Jónsdóttur, skólameistara Verkmenntaskóla Akureyrar en hún er einnig bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna á Akureyri og aðstoðarskólameistara skólans, Benedikt Barðason. Helstu áhyggjur þeirra snúa að erfiðri fjárhagsstöðu skólans, en þar eru um 1200 einstaklingar við nám. Þau segja verkmenntaskólann afar mikilvægan fyrir Akureyri, sem og landshlutann allan, bæði hvað varðar iðnmentun, náms til sjúkraliða og bóknáms.

Þá var Menntaskólinn á Akureyri einnig heimsóttur en formennirnir hafa báðir tengsl við skólann, Logi var þar nemandi en Oddný kenndi stærðfræði (þó ekki á sama tíma!). Þau hittu Jón Már Héðinsson, skólameistara. MA býður upp á stúdentspróf á þremur árum og frá og með næsta hausti og næstu þrjú árin verður því tvöfalt kerfi í gangi. Innleiðing slíkra breytinga og aðlögun kostar peninga sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum að sögn Jóns. Hann hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni líkt og kollegi hans í VMA. Þá lagði Jón mikla áherslu á mikilvægi samstarfs framhaldsskólanna á Norðurlandi.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tók einnig á móti þeim Oddnýju og Loga. Eyjólfur segir að fækka þurfi þeim námsgreinum sem kenndar eru ef ekki verði neitt aðhafst en ekki var gert ráð fyrir auknu fjármagni til skólans í fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar. Hann leggur áherslu að menntun skipti miklu máli fyrir velferð þjóðarinnar og að háskólar séu drifkraftur samfélaganna. 

Tekið var á móti tvíeykinu á Öldrunarheimili Akureyrar en þar sýndu Halldór og Helga Guðrún þeim aðstöðuna. Þar hefur farið fram frjótt nýsköpunarstarf sem laðar að starfsfólk. Þau segja að segja viðhorfsbreytinga þörf og veita þurfi öldrunarstofnunum meira svigrúm til nýsköpunar og nýtingu sóknarfæra í gegnum velferðartæknimál. Rekstur stofnunarinnar er í járnum og segja þau ljóst að útkoman verður í mínus í ár.

IMG_1544

Oddný og Logi ásamt Halldóri og Helgu Guðrúnu á Öldrunarheimili Akureyrar.

FullSizeRender (3)

Logi og Oddný ásamt Birni og Önnu í Verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju.

FullSizeRender (7)

Oddný með Eyjólfi Guðmundssyni, rektor HA.

FullSizeRender (5)

Oddný og Jón Már Heiðarsson, skólameistari MA.

IMG_1542

Bæjarfulltrúarnir okkar á Akureyri, þau Logi Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir. Sigríður er skólameistari Verkmenntaskóla Akureyrar.