Flokksval í Reykjavík og ungt fólk í forystu

Húsfyllir var á Hallveigarstíg í gærkvöld á fundi Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samþykkt var á fundinum að boða til flokksvals með þátttöku flokksmanna og stuðningsmanna dagana 8. –10. september. Kosið var á milli fjögurra tillagna.

Kjörstjórn mun óska eftir tilnefningum og birta þær svo flokksmönnum en valnefnd mun raða í þau sæti sem ekki eru bundin, þ.e. frá og með 5. sæti í báðum kjördæmum. 

Þá var ákvæði um að tryggja frambjóðendum yngri en 35 ára eitt af þremur efstu sætum í báðum Reykjavíkur kjördæmunum samþykkt.