Flokksval fyrir alþingiskosningarnar 2016

Kjördæmis- og fulltrúaráð Samfylkingarinnar hafa ákveðið fyrirkomulag við val á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar 29. október.

Í Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi fer fram flokksval 8.-10. september næstkomandi sem verður opið til þátttöku fyrir félaga í Samfylkingunni og þau sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Í Norðvesturkjördæmi fer fram flokksval fyrir félaga í Samfylkingunni 8.-10. september en í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verður beitt uppstillingu við val á framboðslista. Kjörstjórnir þar taka við ábendingum um gott fólk á lista.

 

Hlekkir á lög og reglur Samfylkingarinnar:

Lög Samfylkingarinnar

Reglur um aðferðir við val á framboðslista

Siðareglur Samfylkingarinnar

Reglur um félagaskrá