Flokksval í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík heldur rafrænt  flokksval 8-10. september þar sem flokksmenn og þeir sem hafa undirritað stuðningsyfirlýsingu við flokkinn raða í efstu sætin á lista flokksins í komandi Alþingiskosningum.

Niðurstöður flokksvalsins verða bindandi fyrir átta efstu sætin, þ.e. fjögur í hvoru Reykjavíkurkjördæminu.  Pörun verður beitt við uppröðun á listana. Auk þess sem frambjóðandi 35 ára eða yngri skal vera í einu af þremur efstu sætum á listum í báðum kjördæmum.

Framboðsfrestur í flokksvalið rennur út kl. 19.00 laugardaginn 3. september. Framboðum skal fylgja 30 meðmæli Samfylkingarfélaga í Reykjavík. Þátttökugjald í flokksvalinu er 50.000 kr. en fyrir námsmenn 20.000 kr. eins og kveðið er á um í skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista.

Framboð skal senda með tölvupósti fyrir kl. 19.00  laugardaginn 3. september til formanns kjörstjórnar Samfylkingarinnar í  Reykjavík, Páls Halldórssonar, á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar í síma 8992482.

 

Auglýst eftir tilnefningum á frambjóðendum

Þá er auglýst eftir tilnefningum að væntanlegum þingmönnum og þingkonum sem mundu sóma sér vel á framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar. Allir flokksfélagar geta sent inn hugmyndir að þátttakendum í flokksvalinu.

Tilnefningar skal senda með tölvupósti fyrir lok dags laugardaginn 20. ágúst til formanns kjörstjórnar Samfylkingarinnar í  Reykjavík, Páls Halldórssonar, á netfangið [email protected].

Einungis flokksfélagar hafa rétt til að tilnefna frambjóðendur, en tilnefna má fleiri en einn. Haft verður samband við þá sem tilnefndir verða og viðhorf þeirra til þátttöku í flokksvalinu kannað.