Flokksval í Suðvesturkjördæmi

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verður haldið 8.-10. september næstkomandi. Flokksvalið er opið öllum félögum í Samfylkingunni í kjördæmi og þeim sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna. Bindandi kosning er í 4 efstu sæti flokksvalsins þar sem paralisti ræður röð frambjóðenda skv. grein 5.5. í skuldbindandi reglum flokksins um aðferðir við val á framboðslista. Auk þessa skal að minnsta kosti einn frambjóðandi yngri en 35 ára skal vera í einu af þremur efstu sætunum á framboðslista flokksins.

Lokað verður fyrir kjörskrá 2. september og þá rennur einnig út framboðsfrestur. Nánari upplýsingar veitir Jens Sigurðsson formaður kjördæmisráðsins í Suðvesturkjördæmi.

 

Mynd: for91days.com