Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista fyrir komandi þingkosningar.
„Á listanum er fjölbreyttur hópur sem endurspeglar ólíkan aldur, reynslu og búsetu. Við hlökkum til að tala fyrir hinum sígildu skilaboðum jafnaðarstefnunnar, um jöfn tækifæri, félagslegt réttlæti og frelsi fólks til orða og athafna.“ segir Árni Páll Árnason, oddviti listans.
Kjördæmisþing Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkur ákvað í aðdraganda flokksvals að beita paralista aðferð við uppstillingu á lista. Einnig var samþykkt að í einu þriggja efstu sætanna skuli vera frambjóðandi undir 35 ára aldri.
Margrét Tryggvadóttir sem náði kjöri í 3. sæti í flokksvalinu en lenti í 5. sæti eftir röðun í samræmi við aldursreglu og kynjakvóta ákvað að að taka ekki sæti á listanum eftir að ljóst var að reglurnar voru ekki látnar gilda í Reykjavík.
Listinn er eftirfarandi:
1. Árni Páll Árnason, alþingismaður, Kópavogi
2. Margrét Gauja Magnúsdóttir , bæjarfulltrúi, Hafnarfirði
3. Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, Kópavogi
4. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi, Seltjarnarnesi
5. Símon Birgisson, dramatúrg, Hafnarfirði
6. Steinunn Dögg Steinsen, verkfræðingur, Mosfellsbæ
7. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari, Hafnarfirði
8. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri, Kópavogi
9. Algirdas Slapikas, formaður Stál-úlfs, Hafnarfirði
10. Þóra Marteinsdóttir, tónlistarkennari og tónskáld, Kópavogi
11. Óskar Steinn Ómarsson, háskólanemi, Hafnarfirði
12. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, ráðgjafi, Seltjarnarnesi
13. Gylfi Ingvarsson, vélvirki, Hafnarfirði
14. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir, Hafnarfirði
15. Amal Tamimi, jafnréttisfulltrúi, Kópavogi
16. Friðþjófur Karlsson, skólastjóri, Hafnarfirði
17. Birgitta Björg Jónsdóttir, háskólanemi, Hafnarfirði,
18. Gísli Geir Jónsson, verkfræðingur, Garðabæ
19. Ýr Gunnlaugsdóttir, viðburðarstjóri, Kópavogi
20. Andrea Dagbjört Pálsdóttir, menntaskólanemi, Mosfellsbæ
21. Hjalti Már Þórisson, læknir, Kópavogi
22. Svala Björgvinsdóttir, tónlistarmaður, Hafnarfirði
23. Jónas Sigurðsson, húsasmiður og fv. bæjarfulltrúi, Mosfellsbæ
24. Jóhanna Axelsdóttir, kennari, Hafnarfirði
25. Magnús Orri Schram, fv. alþingismaður, Kópavogi
26. Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, Garðabæ