Upplýsingar um flokksval í Reykjavík, Norðvestur og Suðvestur

Kosning í flokksvali fyrir Reykjavík, Norðvestur- og Suðvesturkjördæmi fer fram rafrænt gegnum vef Samfylkingarinnar (www.xs.is) 8.-10. september.

Kosning hófst fimmtudaginn 8. september kl 9.00 í Reykjavík, Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi en lýkur laugardaginn 10. september klukkan 17:00 í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi en 18:00 í Norvesturkjördæmi.

Leiðbeiningar fyrir rafrænar kosningar má finna hér fyrir Reykjavík, Suðvestur og Norðvestur.

Heimilt er að kjósa skriflega á kjörstað á skrifstofu Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1 í Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 13.00-19.00, föstudaginn 9. september kl. 13.00-19.00 og laugardaginn 10. september kl. 10.00-17.00.

Í Suðvesturkjördæmi verða opnir kjörstaðir sem hér segir: Á laugardaginn 10. september kl 10.00-17.00 á Hlíðarsmára 9, Kópavogi, Þverholti 3, Mosfellsbæ og Strandgötu 43, Hafnarfirði.

Finna má lista yfir frambjóðendur í öllum kjördæmum hér.

Ef spurningar vakna má einnig hringja í síma 414 2200.