Flokksstjórnarfundur

Boðað var til fundar í flokksstjórn Samfylkingarinnar laugardaginn 19. nóvember en vegna stöðunnar í stjórnmálum á þeim tíma var fundi frestað. Nú hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fundurinn verður haldinn laugardaginn 4. febrúar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, Háholti 35, Mosfellsbæ og hefst hann kl. 13.00.

Ákveðið hefur verið að hafa samræðuhópa svo að sjónarmið sem flestra komi fram og nýtist í starfi flokksins framunan. Það verður mögulegt að taka þátt í hluta fundarins í gegnum netið og þeir sem óska þess þurfa að hafa samband við skrifstofuna á [email protected] fyrir 3. febrúar.

Dagskrá:

  1. Setningarræða, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
  2. Kynning á frambjóðendum til varaformanns
  3. Aðgerðir framkvæmdastjórnar og vinna frá kosningum
  4. Samræðuhópar: Framtíðarstarf Samfylkingarinnar
  5. Kosning varaformanns skv. gr. 7.05 laga flokksins
  6. Videó ávörp frá norrænum félögum
  7. Nýkjörinn varaformaður kynntur
  8. Önnur mál

Flokksstjórnarfundurinn eru opinn öllum félögum og stuðningsfólki Samfylkingarinnar, en aðeins flokksstjórnarfulltrúar hafa atkvæðisrétt. Innheimt verður 2.000 kr. kaffi- og fundagjald.

Frambjóðendur til embættis varaformanns geta haft samband við fulltrúa í kjörnefnd: Hörð J. Oddfríðarson í síma [email protected], Helenu Þ. Karlsdóttur í síma 8628823. [email protected], Tryggva Gunnarsson í síma 8973265 eða Evu Indriðadóttur í síma 6620888. [email protected].