Flokksstjórnarfundur
Boðað var til fundar í flokksstjórn Samfylkingarinnar laugardaginn 19. nóvember en vegna stöðunnar í stjórnmálum á þeim tíma var fundi frestað. Nú hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fundurinn verður haldinn laugardaginn 4. febrúar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, Háholti 35, Mosfellsbæ og hefst hann kl. 13.00.
Ákveðið hefur verið að hafa samræðuhópa svo að sjónarmið sem flestra komi fram og nýtist í starfi flokksins framunan. Það verður mögulegt að taka þátt í hluta fundarins í gegnum netið og þeir sem óska þess þurfa að hafa samband við skrifstofuna á [email protected] fyrir 3. febrúar.
Dagskrá:
- Setningarræða, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
- Kynning á frambjóðendum til varaformanns
- Aðgerðir framkvæmdastjórnar og vinna frá kosningum
- Samræðuhópar: Framtíðarstarf Samfylkingarinnar
- Kosning varaformanns skv. gr. 7.05 laga flokksins
- Videó ávörp frá norrænum félögum
- Nýkjörinn varaformaður kynntur
- Önnur mál
Flokksstjórnarfundurinn eru opinn öllum félögum og stuðningsfólki Samfylkingarinnar, en aðeins flokksstjórnarfulltrúar hafa atkvæðisrétt. Innheimt verður 2.000 kr. kaffi- og fundagjald.
Frambjóðendur til embættis varaformanns geta haft samband við fulltrúa í kjörnefnd: Hörð J. Oddfríðarson í síma [email protected], Helenu Þ. Karlsdóttur í síma 8628823. [email protected], Tryggva Gunnarsson í síma 8973265 eða Evu Indriðadóttur í síma 6620888. [email protected].