Fundaherferð í Reykjavík

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar og flokksfélögin í Reykjavík eru að hefja mikla sókn og fjölga spennandi fundum fram á sumar.

Fyrsti fundurinn er í næstu viku og mun Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mæta á hann og fara yfir stöðu mála í borginni.

Fundurinn með Degi fer fram nk. þriðjudagskvöld, 28. febrúar, í Hannesarholti við Grundarstíg, og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og te og vonumst við til að sjá sem flesta og að umræðurnar verði bæði upplýsandi og fjörugar.