Margrét Lind nýr formaður framkvæmdastjórnar

Margrét Lind Ólafsdóttir tók í dag við sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Margrét Lind tekur við af Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sem var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar á flokksstjórnarfundi 4. febrúar síðastliðinn.

Margrét Lind er oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi og var kjörin í framkvæmdastjórn flokksins á landsfundi í júní 2016.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, fyrrverandi Alþingiskona, var valin varaformaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.