Samfylkingin lýsir yfir stuðningi við sjómenn

Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina kom fram ríkur stuðningur við baráttu sjómanna við útgerðina sem hefur hagnast um hundruði milljarða á liðnum árum.

 

Samfylkingin lýsir yfir áhyggjum af stöðu launafólks í landvinnslu vegna aðgerða aðila í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem margir hverjir hafa sagt starfsmönnum upp þrátt fyrir margra milljarða króna hagnað fyrirtækjanna á liðnum árum. Útgerðin verður að deila arði af vinnslu þjóðareignarinnar með starfsfólki sínu og þjóðinni allri.

 

Samfylkingin hafnar lagasetningu á verkfall sjómanna.

 

Þess ályktun var samþykkt í framkæmdastjórn Samfylkingarinnar í kjölfarið á eindregnum stuðningi félagsmanna við sjómenn á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 4. február sl.