Róttæk, félagslega þenkjandi og stórhuga húsnæðisstefna

Að minnsta kosti 6250 íbúðir verða byggðar í Reykjavíkurborg á næstu 5 árum. Þetta kemur fram í drögum að húsnæðisáætlun borgarinnar, sem kynnt var í ráðhúsinu í gær. Áhersla verður á að auka framboð lítilla og meðalstórra íbúða.

Bygg­ing­ar­svæði fyr­ir yfir 2.500 íbúðir eru kom­in á fram­kvæmda­stig í borg­inni og fjölg­ar þeim hratt. Bygg­ing­ar­svæði fyr­ir yfir 2.500 íbúðir að auki liggja fyr­ir í staðfestu skipu­lagi. Megin­áhersla í hús­næðisáætl­un borg­ar­inn­ar er á sam­starf við bygg­ing­ar­fé­lög sem reisa íbúðir án hagnaðarsjón­ar­miða. Alls eru um 3.700 staðfest áform um íbúðir, fyr­ir stúd­enta, eldri borg­ara, fjöl­skyld­ur með lægri og milli­tekj­ur, og bú­setu.

„Þessi hús­næðismark­mið eru rót­tæk, fé­lags­lega þenkj­andi og stór­huga,“ sagði Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri á fund­in­um. Á öll­um nýj­um þró­un­ar­svæðum hef­ur verið samið um að hlut­fall leigu- og bú­setu­rétta­r­í­búða á hverju upp­bygg­ing­ar­svæði verði 20-25%. Jafn­framt hef­ur verið samið um að Fé­lags­bú­staðir hafi kauprétt að um 5% af öll­um nýj­um íbúðum. Hvort tveggja til að tryggja fé­lags­lega blönd­un um alla borg.

Sam­kvæmt áætl­un­um Reykja­vík­ur­borg­ar er stefnt að því að haf­in verði upp­bygg­ing á um 7.000 nýj­um íbúðum fram til árs­loka 2020. Þar af er gert ráð fyr­ir vel yfir 3.000 íbúðum á veg­um leigu- og húsæðis­fé­laga.