Landsfundi frestað – kosningar í vændum

Í ljósi fyrirhugaðra kosninga 28. október hefur framkvæmdastjórn tekið ákvörðun um að fresta landsfundi. Framkvæmdastjórn mun boða til flokkstjórnarfundar föstudaginn 6. október n.k. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

Undirbúningurinn fyrir kosningabaráttuna er þegar hafinn. Við munum þurfa margar vinnandi hendur, fólk úr öllum áttum sem getur lagt sitt af mörkum í sjálfboðavinnu fyrir málstaðinn. Við hvetjum alla sem geta lagt málstaðnum lið á einhvern hátt til að skrá sig sem sjálfboðaliða hér: https://xs.is/vertu-med/sjalfbodalidar/