Látum hjartað ráða för - Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar

Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands, ýtir kosningabaráttu sinni úr vör með formlegum hætti á morgun, föstudaginn 6. október, á flokksstjórnarfundi sem fram fer á Hótel Natura. Þar verða framboðslistar í öllum kjördæmum kynntir og samþykktir en óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi öflugri og samstilltari sveit gefið kost á sér til góðra verka fyrir fólkið í landinu.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun brýna jafnaðarmenn í þeirri baráttu sem framundan er. Í komandi kosningum verður tekist á um grundvallaratriði. Samfylkingin ætlar sér að skapa nýtt, gott og réttlátt samfélag, til hagsbóta fyrir alla en ekki fáa útvalda. Um það munu þessar kosningar snúast.
Dagskrá flokksstjórnarfundarins er svohljóðandi:
- Ræða fomanns, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
- Okkar hjartans mál – Ávörp frá oddvitum kjördæmanna
- Framboðslistar Samfylkingarinnar kynntir og bornir upp til samþykktar
- Látum hjartað ráða för – Stjórnmálaályktun Flokksstjórnar Samfylkingarinnar
Flokksstjórnarfundurinn hefst kl. 16.00 á Hótel Natura og er opinn öllum félögum og stuðningsfólki Samfylkingarinnar, en aðeins flokksstjórnarfulltrúar hafa atkvæðisrétt.
Flokksstjórn Samfylkingarinnar fer með æðsta vald í málefnum flokksins á milli landsfunda og þar eru saman komnir trúnaðarmenn flokksins um allt land, kjörnir fulltrúar í félögum, sveitarstjórnum og á Alþingi.
Allar nánari upplýsingar veitir upplýsingar veitir undirritaður.
Hrannar Björn Arnarsson,
Kosningastjóri Samfylkingarinnar
Sími 8606890