Öflug heilbrigðisþjónusta fyrir alla

  • Gjaldfrjálsa opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla
  • Ekkert brask með heilbrigði fólks
  • Geðheilbrigði ungs fólks í algeran forgang
  • Stórsókn gegn ofbeldi – höfum hátt!

Fyrir síðustu kosningar var lofað stórauknum framlögum til heilbrigðisþjónustu, vegagerðar og löggæslu. Um 86 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fráfarandi stjórnarflokkar lofuðu þá að setja þessi mál í algeran forgang – en ekkert hefur verið gert með þennan vilja þjóðarinnar. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þjónusta við sjúklinga á spítölum skorin niður en útgjöld aukast vegna starfsemi einkafyrirtækja.

Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hafnar niðurskurðar- og einkavæðingar- stefnu núverandi stjórnarflokka og ætlar á komandi kjörtímabili og í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum beita sér af alefli fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þessi verkefni eru brýnust:

  • Eflum opinbera gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og höfnum einkavæðingu
  • Tryggjum grunnstoðirnar og eflum heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustaðinn í heilbrigðiskerfinu
  • Geðheilbrigði ungs fólks fái sérstakan forgang með andlegri og líkamlegri heilsueflingu í leik-, grunn- og framhaldsskólum
  • Eflum sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum og í skólum – 100 nýir sálfræðingar um allt land
  • Lækkum strax greiðsluþátttöku sjúklinga
  • Ráðumst í átak gegn ofbeldi
  • Ljúkum uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut

Látum hjartað ráða för!

Kjósum öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla!