Samfylkingin tvöfaldaði fylgið og fékk 7 þingmenn kjörna

Samfylkingin hlaut 12,1% fylgi á landsvísu og fékk 7 þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum sem fram fóru um helgina. Flokkurinn ríflega tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum. Nýir þingmenn flokksins eru Helga Vala Helgadóttir úr Reykjavík norður, Ágúst Ólafur Ágústsson úr Reykjavík suður, Guðmundur Andri Thorsson úr Suðvesturkjördæmi og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir úr Norðausturkjöræmi.