Flokksval í Reykjavík 10. febrúar

Fulltrúaráð Samfylkingarfélaganna í Reykjavík, FRSR, ákvað á fundi sínum í dag, laugardaginn 13.janúar 2018, að viðhafa flokksval til að velja frambjóðendur í efstu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Valið fer fram þann 10.febrúar 2018 og framboðsfrestur er til 25.janúar 2018. Kosið verður um allt að 10 sæti og kosning bindandi í efstu 5 sæti listans með fyrirvara um kynjareglur flokksins.
Nánari upplýsingar gefur formaður stjórnar fulltrúaráðsins, Hörður J. Oddfríðarson í síma 7706067.
Hér fyrir neðan má finna reglur FRSR um flokksval 2018.