Síðustu forvöð að skila inn tillögum til breytinga á málefnatillögum

Fimmtudaginn 1. febrúar eiga formenn aðildarfélaga að skila niðurstöðum/tillögum félagsfunda eftir umfjöllun þeirra um málefnatillögurnar til [email protected] Sama dag rennur út frestur til að skila tillögum að ályktunum frá aðildarfélögum eða einstökum félagsmönnum sem fjalla á um á landsfundi 2018 til [email protected].
Aðrar mikilvægar dagsetningar
Föstudaginn 9. febrúar eiga listar yfir fulltrúa aðildarfélaga á landsfundi að liggja fyrir lögum samkvæmt. Aðildarfélög skulu senda framkvæmdastjórn lista með nöfnum kjörinna landsfundarfulltrúa.
Fimmtudaginn 22. febrúar rennur út frestur til að skila formannsframboði inn til framkvæmdastjórnar til [email protected].
2. mars Landsfundur settur
Formaður Landsfundarnefndar er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Eitt samfélag fyrir alla – Tillaga að stefnu Samfylkingarinnar fyrir landsfund 2018
Síðustu forvöð að skila inn breytingatillögum á málefnatillögum