Þingflokkur Samfylkingarinnar samgleðst Stundinni og Reykjavík Media

Þingflokkur Samfylkingarinnar samgleðst Stundinni og Reykjavík Media og fagnar því að Héraðsdómur skuli hafa hafnað kröfu Glitnis um staðfestingu á lögbanni Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning af fjármálaumsvifum Bjarna Benediktssonar. Þetta mál er áminning um ómetanlegt hlutverk fjölmiðla við að veita aðhald og  upplýsingar sem eru ein forsenda lýðræðislegra stjórnarhátta.