Heiða Björg endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar

Heiða björg Hilmisdóttir var rétt í þessu endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar en hún var ein í framboði.

Hún var fyrst kjörin varaformaður Samfylkingarinnar í febrúar 2017, og er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún tók sæti í borgarstjórn haustið 2015. Heiða Björg var formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 2013 – 2015.