Framboðslisti Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi kynntur

Framboðslisti Samfylkingarinnar og annnars félagshyggjufólks í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26.maí var samþykktur í kvöld á fjölmennum og líflegum fundi. Listinn er fjölbreyttur en á honum má sjá ný andlit í bland við mikla reynslu. Silja Jóhannesdóttir kemur ný inn og leiðir listann og í öðru sæti kemur Benóný Valur Jakobsson inn. Kjartan Páll og Jónas Hreiðar, sem voru í efstu sætum árið 2014 og eru bæjarfulltrúar, taka sjötta og áttunda sæti á listanum.
Listinn er þannig skipaður:
- Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í atvinnuþróun Húsavík
- Benóný Valur Jakobsson verslunarmaður Húsavík
- Bjarni Páll Vilhjálmsson ferðaþjónustubóndi Reykjahverfi
- Ágústa Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur Húsavík
- Jóna Björk Gunnarsdóttir BA í mannfræði Húsavík
- Jónas Hreiðar Einarsson rafmagnsiðnfræðingur Húsavík
- Rebekka Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur Húsavík
- Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Húsavík
- Berglind Pétursdóttir viðskiptafræðingur Húsavík
- Gunnar Illugi Sigurðsson hljómlistarmaður Húsavík
- Bryndís Sigurðardóttir verkefnastjóri/Öxarfjörður í sókn Kópaskeri
- Guðmundur Árni Stefánsson nemi Húsavík
- Ruth Ragnarsdóttir aðstoðarleikskólakennari Húsavík
- Jónas Friðrik Guðnason bókavörður og textahöfundur Raufarhöfn
- Jóna Björg Arnarsdóttir förðunarfræðingur Húsavík
- Þorgrímur Sigurjónsson verkamaður Húsavík
- Guðrún Kristinsdóttir grunnskólakennari Húsavík
- Hrólfur Þórhallsson skipstjóri Húsavík.