Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Borgarbyggð

Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi í kvöld á fjölmennum og líflegum fundi! Magnús Smári Snorrason sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann.

Frambjóðendur eru eftirfarandi:
1. Magnús Smári Snorrason sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarnesi
2. María Júlía Jónsdóttir hársnyrtimeistari, Borgarnesi
3. Logi Sigurðsson sauðfjárbóndi, Steinahlíð í Lundarreykjadal
4. Margrét Vagnsdóttir sérfræðingur á fjármálasviði við Háskólann á Bifröst
5. Guðmundur Karl Sigríðarson framkvæmdastjóri Landnámsseturs Borgarnesi
6. Sólveig Heiða Úlfsdóttir háskólanemi, Borgarnesi
7. Jón Arnar Sigurþórsson varðstjóri, Borgarnesi
8. Dagbjört Diljá Haraldsdóttir nemi við Mennntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi
9. Sölvi Gylfason kennari og knattspyrnuþjálfari, Borgarnesi
10. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, Borgarnesi
11. Ívar Örn Reynisson framkvæmdastjóri, Ferjubakka IV
12. Guðrún Björk Friðriksdóttir viðskiptafræðingur og verkefnastjóri Háskólanum á Bifröst, Skálpastöðum
13. Jóhannes Stefánsson húsasmiður, Ánabrekkku
14. Kristín Frímannsdóttir grunnskólakennari, Borgarnesi
15. Haukur Valsson slökkviliðismaður og sjúkraflutningamaður, Borgarnesi
16. Ingigerður Jónsdóttir eftirlaunaþegi, Borgarnesi
17. Sveinn G. Hálfdánarson fyrrverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands, Borgarnesi
18. Geirlaug Jóhannsdóttir sveitastjórnarfulltrúi, Borgarnesi