Fullt hús í Gamla bíó er Samfylkingin í Reykjavík kynnti stefnuna

Fullt var út úr húsi í Gamla bíó dag þegar Dagur B. Eggertsson borgartjóri kynnti helstu áherslumál flokksins og  Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar sem fór yfir farin veg og árangur meirihlutans. Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri fór með gamanmál, KK spilaði nokkur lög og hljómsveitin Sykur lauk fundinum með laginu Reykjavík. Saga Garðarsdóttir leikkona var fundarstjóri. Fundurinn markaði upphafið af  kraftmikilli og jákvæðri kosningabaráttu flokksins.

Borgarlína, Miklabraut í stokk, leikskóli fyrir 12-18 mánaða og húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur eru meðal kosningamála Samfylkingarinnar í vor.

 

Í máli borgarstjóra kom  fram að á kjörtímabilinu hafi tíðni á helstu leiðum strætó verið aukin, næturstrætó farið að ganga og forgangur strætó í akstri hafi aukist til muna auk þess sem farþegum fjölgar hröðum skrefum. Næsta verkefni í almenningssamgöngum sé að klára samninga við ríkið og hefja framkvæmdir við borgarlínu á næsta ári. Borgin geti þá nýtt fjárhagslegan styrk sinn til að koma henni enn hraðar af stað.

Þá kom fram mikilvægi þess að leggja Miklubraut í stokk þar sem Reykjavíkurborg gæti tryggt fjármagn til stokksins þótt framlög ríkisins komi inn á lengri tíma. Stokkurinn væri mikilvægur til að auka öryggi, tengja hlíðarnar sitthvorumegin götunnar og hefja uppbyggingu ofan á stokknum. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg bjóðist til að fjármagna sérstakt félag rikis, borgar og annarra sveitarfélaga sem myndi ráðast í þessi verkefni strax, þótt greiðslur ríkis og annarra kæmu til á lengri tíma. Þannig myndu jákvæð áhrif umferð, umhverfi og uppbyggingu koma fram strax á næstu árum.

Borgarstjóri sagði að borgin hafi aldrei verið eins fjölbreytt, skemmtileg og spennandi. Mesta íbúafjölgun í 30 ár eigi sér nú stað í Reykjavík og aldrei hafi fleiri íbúðir farið í uppbyggingu á nokkru öðru kjörtímabili í sögu borgarinnar. Samfylkingin vill halda áfram að tryggja húsnæði fyrir alla þjóðfélagshópa, fjölga félagslegum íbúðum og halda áfram að bjóða fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði en um leið hvatti borgarstjóri sveitarfélög í kraganum til að taka þátt í uppbyggingu húsnæðis fyrir þá allra verst settu – skattgreiðendur í Reykjavík geti ekki einir og sér borið ábyrgð á þeim hópi sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu og landsins alls eiga að bera sameiginlega.

Næsta verkefni á sviði húsnæðismála væri að tryggja ungu fólki og fyrstu kaupendum 500 íbúðir í Gufunesi, Úlfarsárdal, B ryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og á lóð Stýrimannaskólans.

Borgarstjóri sagði í ræðu sinni að manneklan á leikskólum borgarinnar væri á góðri leið en áfram verði viðvarandi verkefni að fjölga starfsfólki. Næsta verkefni sem hægt væri að ráðast í á næsta kjörtímabili væri að klára uppbyggingu leikskólana og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Byggja þurfi 6 nýja leikskóla og fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu, opna sjö nýjar ungbarnadeildir og sex nýjar leikskóladeildir þar sem eftirspurnin er mest strax í haust. Á kjörtímabilinu verði hægt að bjóða 12-18 mánaða börnum pláss á leikskólum borgarinnar.

 

Samfylkingin í Reykjavík hefur komið í lofti heimasíðu þar sem nálgast má stefnuna í heild sinni: https://xsreykjavik.is/