Raddir kvenna í sveitarstjórnarkosningum - húsfyllir

Kvennahreyfing Samfylkingar stóð fyrir stórkostlegum viðburði í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Reykjavík við Hjartagarðinn í gær þann 26.04. 2018.

Tilgangur viðburðarins var að stefna saman frambjóðendum til sveitastjórna víða af landinu og kraftmiklum konum til þess að spjalla saman um málefni komandi kosninga og blása hvorri annarri baráttuandann í brjóst. Sex konur í forystu á listum tóku þátt í sófaspjalli, en það voru þær Kristín Soffía Jónsdóttir 4. sæti í Reykjavík, Sigurþóra Bergsdóttir 2. sæti á Seltjarnarnesi, Adda María Jóhannsdóttir 1. sæti í Hafnarfirði, Silja Jóhannesdóttir 1. sæti á Húsavík, Hilda Jana Gísladóttir 1. sæti á Akureyri og Arna Ír Gunnarsdóttir 2. sæti í Árborg. Steinunn Valdís Óskarsdóttir leiddi umræður og fórst vel úr hendi. Kosningamiðstöðin var þéttsetin og gestir tóku virkan þátt.

Í umræðum komu fram mismunandi áherslur á mill landsbyggða og mismunandi áskoranir sem að hver og ein þarf að eiga við. En það er ljóst að það er mikill auður í hópi kvenframbjóðenda Samfylkingarinnar um landið.

Oddný G. Harðardóttir alþingiskona kvaddi sér hljóðs á fundinum og hvatti konurnar til dáða og gaf þeim það ráð að styðja við hvora aðra og leita ráða hjá hvorri annari því þær væru sterkari saman.

Það er greinilegt að Samfylkingin teflir fram afar efnilegum konum um allt land og framtíðin er björt.