Yfirlýsing frá þingflokki Samfylkingarinnar

Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra.

Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans.

Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst.

Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang