Kosningar í útlöndum og utan kjörfundar

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi. Kosning utan kjörfundar er hafin hjá öllum sýslumannsembættum og sendiskrifstofum Íslands um allan heim.

Mikilvægt er að allir jafnaðarmenn leggist á eitt og hjálpi til við að tryggja öll atkvæðin skili sér.

Vitið þið um fólk sem hyggur á ferðalag, dvelur á sjúkrastofnun, búsett er erlendis, stundar vinnu á sjó eða í útlöndum eða er námsmaður á Norðurlöndunum? Þá skaltu lesa þetta vel!

Innanlands

Hægt er að greiða atkvæði hjá öllum embættum sýslumanna:sjá hér.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna fer eingöngu fram í Smáralind á 2. hæð, vesturenda (við H&M). Opnunartími: 10:00 og 22:00.

Kjósendur utan höfuðborgarsvæðsins geta einnig kosið í Smáralind, munið að gera það sem fyrst svo atkvæðið skili sér örugglega í tæka tíð.

Erlendis

Hægt er að kjósa á sendiskrifstofum Íslands eða hjá ræðismanni. Opið er fyrir kjósendur á venjulegum opnunartíma eða eftir samkomulagi við ræðismann. 

Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.

Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 3 ár fyrir kjördag eiga kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.

Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 5 ár fyrir kjördag eiga einnig kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.

Kjósendur koma sjálfir atkvæðum heim

Kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila til sýslumanns eða kjörstjórnar í sveitarfélagi kjósenda á Íslandi.Sendu póst á [email protected] og við aðstoðum þig!

 

Allar nánari upplýsingar:sjá hér.

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá má:sjá hér

Íslendingar sem búið hafa erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Eyðublað má:sjá hér.

Allar upplýsingar um kosningu utan kjörfundar eru veittar í síma 4142200 og netfangið [email protected].