Kosningakaffi og kosningavökur

Í kosningunum á laugardaginn mun hvert einasta atkvæði skipta máli. Hér fyrir neðan má sjá hvar og hvenær kosningakaffi og kosningavökur framboða Samfylkingarinnar eru.

 

Reykjavík

Á kjördag verður kosningakaffi Samfylkingarinnar í Víkingsheimilinu í Traðarlandi frá kl. 13.30-17.30.Kosningavaka XS Reykjavík verður í Austurbæ á Snorrabraut 37 (áður Austurbæjarbíó).Við ætlum að hittast og fagna saman góðri og öflugri kosningabaráttu og fylgjast með úrslitum á stórum skjá. Boðið er upp á akstur á kjörstað í síma 6240031.

Húsið opnar kl. 21:00.

Mosfellsbær

Kosningakaffi á kosningaskrifstofunni  í Þverholti 3 frá kl 9-18 á laugardaginn en  einnig verður opið fram að kosningavökunni sem verður haldin á sama stað kl.22.

Ef þig vantar akstur á kjörstað hringdu í síma 8694116.  

 

Akureyri

Kosningakaffi í Brekkuskóla

Hið margrómaða kosningakaffi Samfylkingarinnar fer fram í Brekkuskóla á kosningadag, laugardaginn 26. maí kl. 14-17. viljum við minna á akstursþjónustu okkar á kjördag fyrir þá sem þurfa. Símanúmerið er 660-7981.Komdu í hressilegt kosningapartí á kosningaskrifstofu okkar á annarri hæð í verslunarsmiðstöðinni Sunnuhlíð laugardagskvöldið 26. maí. Úrslit kvöldsins á stóru tjaldi. Fjörið hefst kl. 21. Öll velkomin.

 

Kópavogur

Kosningakaffið okkar er í Hamraborg 11, austursal Kaffi Catalínu, milli 14-17, og kosningavaka á sama stað frá kl. 9.

Fyrir akstur á kjörstað, hafið samband í síma 611-2393.

 

Akranes

Kosningakaffið á laugardag verður í Tónbergi kl. 14-18 og svo verður kosningavaka á Stillholtinu frá kl. 22.00.

Ef þig vantar akstur á kjördag, hringdu þá í Valgarð í síma 8970547.

 

Árborg

Á kjördag verður kosningarskrifstofan okkar Eyravegi 15 Selfssi opin frá kl 09:00 um morguninn. Kosningarvakan hefst kl 21:00 og verður fram eftir kvöldi. Léttar veitingar og skjávarpi.Kjördagsþjónusta og akstur í síma 623 5732.

Allir velkomnir og hvattir til að mæta.

 

Húsavík

Kosningakaffi milli 14:00 og 18:00 á Garðarsbraut 39 og kosningavaka um kvöldið klukkan 22:00 á sama stað.

 

Hafnarfjörður

Kosningakaffi 10 til 18 á Strandgötu 43.Kosningavaka hefst  20:00.

Samfylkingin í Hafnarfirði býður kjósendum upp á akstur á kjörstað á kjördag.

Sími: 7669458.Við bjóðum einnig uppá akstur fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

 

Vopnafjörður

Kosningakaffi á Hótel Tanga frá klukkan 14 til 17 og kosningavaka í fiskmarkaðinum klukkan 20:00.

 

Grindavík

Kosningakaffi í kosningamiðstöðinni Víkurbraut 27 frá klukkan 11:00 og kosningavaka í Kvikunni menningarhúsi frá klukkan 17:00

 

Seltjarnarnes

Kosningavakan er á Rauða Ljóninu frá klukkan 21:00.Kosningakaffið á eftir að ákveða en verður í hjólhýsinu.

 

Reykjanesbær

Kosningakaffi á kosningamiðstöðinni á Hafnargötu 12 frá klukkan 11:00 og kosningavaka á sama stað. Boðið er upp á akstur á kjörstað í síma: 6981404.

 

Borgarbyggð

Kosningakaffi verður í Englendingavík frá klukkan 13:00 til 19:00 og kosningavaka á sama stað klukkan 20:00.