Staða framkvæmdastjóra

Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra.

Samfylkingin er fjöldahreyfing og telur félaga og aðildarfélög um allt land. Við leitum að manneskju til að hjálpa okkur að halda áfram að vaxa og dafna. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og oft á tíðum óútreiknanlegt, því leitum við að lausnarmiðuðum og sveigjanlegum einstaklingi sem er fljótur að setja sig inn í verkefni og leiða saman ólíka krafta.

 

Framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar:

  • Sinnir daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum hans
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum
  • Ber ábyrgð á eflingu aðildarfélaga og grasrótar
  • Framkvæmir ákvarðanir stjórnar og framkvæmdastjórnar flokksins í samstarfi við formann framkvæmdastjórnar
  • Skipuleggur viðburði, undirbýr fundi og heldur utan um ýmis verkefni
  • Hefur umsjón með kynningarstarfi flokksins, samskiptum við fjölmiðla og sinnir útgáfu, þ.m.t. vefsíðu og samfélagsmiðlum
  • Annast alþjóðleg tengsl Samfylkingarinnar önnur en þau er lúta að þingflokki
  • Vinnur að heildarhagsmunum og markmiðum Samfylkingarinnar

 

Hagnýt reynsla og miklir skipulags- og samskiptahæfileikir eru lykilatriði.

 

Kostir sem litið verður til:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af skipulagi kosninga, annarra herferða og/eða stærri verkefna.
  • Reynsla og þekking á fjölmiðlum og markaðssetningu
  • Reynsla af starfsmannahaldi og –stjórnun
  • Reynsla af stjórnmála- og/eða félagsstarfi
  • Reynsla af virkjun grasrótar og sjálfboðaliða
  • Þekking á gerð fjárhagsáætlana og fjármálastjórn
  • Hafi framúrskarandi samskiptahæfileika og eigi auðvelt með að starfa með ólíkum einstaklingum með breiðan bakgrunn
  • Taki frumkvæði og sé skipulagður

 

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um stöðuna.

 

Umsóknir og fyrirspurnir berist á [email protected]. Frestur til að sækja um er til og með 20. ágúst og umsækjandi þarf að geta hafið störf í haust.