Tómas ráðinn til þingflokks Samfylkingarinnar

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ráðið Tómas Guðjónsson sem upplýsingafulltrúa. Starfið felst í alhliða þjónustu og ráðgjöf við þingmenn ásamt samskiptum við fjölmiðla í tengslum við störf þingflokksins. Tómas hefur þegar hafið störf.

Tómas hefur á starfað við stjórnun herferða, í markaðsmálum og viðburðarstjórnun á síðustu árum samhliða BA-námi í stjórnmálafræði.

Hann hefur gengt lykilstörfum fyrir Samfylkinguna en hann var t.a.m. kosningastjóri í Norðausturkjördæmi 2016 og verkefnastjóri í Alþingiskosningunum 2017. Hann starfaði auk þess sem miðlægur kosningastjóri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og skipulagði landsfund flokksins sama ár.

Við bjóðum Tómas hjartanlega velkominn til starfa!