Flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði leitar að framkvæmdastjóra
Flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði leitar af jafnaðarmanni með góða þekkingu á Norðurlöndum og norrænum stjórnmálum. Viðkomandi þarf að vera með mikla skipulagshæfileika, reynslu af stjórnmálastarfi og fjármálastjórnun ásamt því að vera með viðeigandi menntun. Mikilvægt er að hafa mikla þekkingu á verkalýðshreyfingum á Norðurlöndum og forsenda ráðningar er að vera skráður í jafnaðarmannaflokk á Norðurlöndum.
Hlutverk framkvæmdastjóra er margþætt og felur í sér að leiða stjórnmálastarf innan flokkahópsins, starfa sem ráðgjafi og tengiliður fyrir fulltrúa hans, ásamt því að bera ábyrgð á rekstri og upplýsingamiðlun.
Framkvæmdastjóri sér um að skipuleggja starfsemi og fundi flokkahópsins, samhæfir og fylgir eftir stjórnmálastarfi og heldur utan um verkefni starfsmanna flokkahópsins. Hann þarf einnig að vera vakandi yfir málum og hagsmunum flokkahópsins innan Norðurlandaráðs og sjá um upplýsingamiðlun.
Framkvæmdastjóri vinnur sjálfstætt eftir stefnumörkun stjórnar flokkahópsins. Starfið krefst þess að viðkomandi hafi möguleika á því að ferðast töluvert.
Vinnutungumálið er eitt af þremur skandínavísku tungumálunum, sænska, danska eða norska; önnur tungumálakunnátta er kostur.
Vinnustaðurinn er staðsettur í danska þinghúsinu í Kaupmannahöfn, en þar í borg eru einnig skrifstofur Norðurlandaráðs og Norrænu Ráðherranefndarinnar.
Laun eftir samkomulagi.
Umsóknir berist með tölvupósti á formann flokkahópsins Martin kolberg [email protected] fyrir 1. febrúar 2019. Martin Kolberg svarar jafnframt spurningum um starfið í síma +47 907 75 258.
Í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði sitja þingmenn frá Norðurlöndunum fimm ásamt sjálfstjórnarlöndunum þremur.