Taktu þátt í málefnastarfi Samfylkingarinnar

Við þurfum fólk með þekkingu og skoðanir, fólk af öllum gerðum, fólk sem brennur fyrir því að skapa gott samfélag.

 Málefnastarf Samfylkingarinnar miðar að því að leggja flokknum til dýrmæta þekkingu og efnivið að stefnumörkun flokksins.

Málefnanefndir Samfylkingarinnar, þurfa því að vera skipaðar jafnaðarmönnum úr öllum áttum, hvort sem þeir skilgreina sig helst sem venjuleg, hinsegin, allskonar, latte- eða landsbyggðarlið, iðnaðarkrata, ung, eldri og annað áhugafólk um gott samfélag, jöfnuð og réttlæti. 

Í ár og fram að næsta landsfundi er ætlunin að málefnanefndirnar sem virki sem ráðgjafahópar, séu vakandi fyrir málefnum sem eru í deiglunni hverju sinni og leggi kjörnum fulltrúum lið. Nefndunum er ætlað að koma að stefnumótun flokksins í málaflokkunum, rýna þingmál og fylgja eftir að samþykktri stefnu sé framfylgt, halda opna fundi, hvort sem er í raunheimum eða á netinu, nú eða standa fyrir öðrum gjörningum sem vekja athygli á málefninu, í samstarfi við framkvæmdastjórn.       

Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur í málefnanefndir, blómlegt innra starf er lykilforsenda árangurs stjórnmálaflokka.

SKRÁNING

 

Atvinna

Atvinnustefna sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og landshluta, vinnu­markaðs­mál og réttindi launafólks,  samgöngur, auðlindanýting: ferðaþjónusta, sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, matvælaframleiðsla á íslandi, iðnaðar- og orku­mál,  ný­sköp­un og þróun

Velferð

Jafnrétti, fjölskylda, heimili, almannatrygg­ingar, félags­þjónusta, málefni barna og fjölskyldna, málefni eldri borgara og málefni fólks með fötlun, heil­brigðis­þjónusta, forvarnir og skaðaminnkun, mannréttinda­­mál,

Umhverfi 

Nefndin fjallar um skipulagsmál, samgöngur í þéttbýli og strjálbýli, rannsóknir, ráðgjöf, átak í loftslagsmálum, verndun, sjálfbæra auðlindanýtingu í víðu samhengi, samspil atvinnumála og nýtingar svo sem í tengslum við ferðdaþjónustu,  fiskeldi, iðnað- og orkunýtingu, plastnotkun, hálendismál, virkjanir, umhverfisvænni neysla, frárennsli , flokkun, fræðslumál og skipulag þjóðgarða.

Þekking

Mennta- og menningarmál, nýsköpun, vísindi og tækniþróun, efling iðnnáms, endurskoðun námslánakerfis, jöfn tækifæri til náms, staða íslenskunnar og nýting fjármuna í menntakerfinu, ný stjórnarskrá, dóms- og löggæslu­­mál, kosninga- og ríkis­borgara­­réttur.  

Efnahagsmál

gjaldmiðlamál og upptaka evru, skattkerfi sem stuðlar að jöfnuði, auðlindagjöld og auðlindasjóður, framkvæmda­áætlanir, byggða­mál, verkskipting milli sveitarstjórna og ríkis.

Alþjóðamál

ESB, stefna í örygg­is- og varn­ar­málum, þróunarsamvinna, samskipti við erlend ríki,  alþjóðastofn­an­ir og samn­ing­ar.