Ellert B. Schram aftur á Alþingi

Þingmaðurinn spræki og markakóngurinn Ellert B. Schram tók sæti á Alþingi í dag.

Eftir því sem við komumst næst er Ellert elsti maður sem hefur tekið sæti á Alþingi og slær þar með met frá 1902, þegar Sighvatur Árnason lauk þingsetu, þá 78 ára og 269 daga gamall.
Ellert kom fyrst á þing fyrir 47 árum síðan eða árið 1971 og er alveg ljóst að um mikinn reynslubolta er að ræða.

Ellert er formaður Félags Eldri Borgara og mikill baráttumaður fyrir réttindum og kjörum þess hóps og munum við væntanlega ekki fara varhluta af þeim baráttuanda á meðan hann situr á þingi.

Við bjóðum Ellert velkominn til baka.