Málefnastarf Samfylkingarinnar - dagskrá

Kæru félagar,

mikill hugur er í Samfylkingarfólki á nýju ári og starf málefnanefnda að fara í gang. Þeir sem hafa skráð sig í nefndir ættu þegar að hafa fengið erinindisbréf og boð á fund en ef fundarboðið hefur ekki skilað sér, af einhverjum orsökum, eða ef þið viljið bætast til liðs við góðan hóp, hvetjum við ykkur til að senda póst á [email protected] og tilgreina í hvaða nefnd þið viljið leggja fram krafta ykkar í, sjá lista hér að neðan.

Fyrstu fundir nefndanna verða í efirfarandi röð á skrifstofu Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.

Alþjóðamál

Miðvikudaginn 9. janúar kl. 12-13 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um alþjóðamál. Formaður nefndarinnar er Magnús Árni Skjöld.

Menntamál

Fimmtudaginn 10. janúar kl. 12-13 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um menntamál. Formenn eru Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Óskar Steinn Ómarsson.

Atvinnumál

Föstudaginn 11. janúar kl. 12-13  hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um atvinnumál.

Formaður er Guðrún Arna Kristjánsdóttir.

Velferðarmál

Föstudaginn 11. janúar kl. 17-18 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um velferðarmál. Formaður er Donata H. Bukowska.

Efnahagsmál

Þriðjudaginn 15. janúar kl. 12-13 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um efnhagsmál. Formaður er Bolli Héðinsson.

Umhverfismál

Dagsetning auglýst innan skamms.

Formaður er Margrét Gauja Magnúsdóttir.

 

Við þökkum þér, kæri félagi, fyrir að vera til í að taka þátt í þessu starfi með okkur og hlökkum til samstarfsins.

 

Kærar kveðjur,

Karen Kjartansdóttir