Samfylkingin styður Öryrkjabandalag Íslands

Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin gefi þegar í stað út yfirlýsingu um til hvaða ráðstafana verði gripið til að leiðrétta þær búsetuskerðingar sem öryrkjar hafa ranglega orðið fyrir um margra ára skeið. Óljós og misvísandi skilaboð Tryggingastofnunar annars vegar og ráðherra hins vegar eru með öllu óboðleg. Skerðingarnar hafa bitnað harkalega á yfir 1000 öryrkjum í landinu og er krafa okkar að ranglætið verði stöðvað og hafist handa þegar í stað við leiðréttingar.