Taktu daginn frá ― Flokksstjórnarfundur 16. mars á Hótel Bifröst
Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 16. mars á Hótel Bifröst
Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.
Á fundinum verður áhersla lögð á innra starf flokksins.
Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.
Tilboð verður á gistingu fyrir Samfylkingarfólk á Hótel Bifröst þessa helgi.
Gisting í einstaklingsherbergi með morgunmat: 12.000 kr. herbergið.
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat: 15.500 kr. herbergið
Tveggja rétta kvöldverður: 6.400 kr. á mann. Happy hour frá kl. 16 – 19
Við hlökkum til að sjá þig!
p.s. sætaferðir verða skipulagðar frá Reykjavík og Akureyri.