Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:00. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds, boðið verður upp á léttan morgunverð.
Sérstakur gestur á morgunverðarfundinum verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), sem kynnir afar áhugaverða skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum í Evrópu.
Dagskrá fundarins:
Húsið opnar klukkan 8:00. Boðið verður upp á léttan morgunverð.
08:30 Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
08:40
Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannsambandsins kynnir niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreiti innan þjóðþinga Evrópu
09:15
Pallborð og umræður
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar mun stýra pallborðsumræðum með fulltrúum allra flokka í kjölfar erindanna.